Pasar al contenido principal
x

Haf- og veðurfræði (Meteorology and Oceanography )

Idioma

Islandés

Formato del curso Blended
Fecha 2020-08-15 - 2020-12-16

Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu er fjallað um helstu atriði sem leggja grunn að veðurfræði og haffræði. Helstu umfjöllunarefni: Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar lofts og sjávar. Orku- og vatnsbúskapur jarðar. Árstíðabreytingar. Raki í andrúmslofti. Dögg, þoka og ský. Stöðugleiki andrúmsloftsins. Loftþrýstingur. Vindar. Dreifing lands og sjávar. Lögun hafsbotnsins. Víxlverkun andrúmslofts og sjávar. Hafís. Loftslagsfræði og straumkerfi heimshafanna. Áhrif snúnings jarðar á vinda og strauma. Áhrif vinda á strauma. Næringarefni í sjó og dreifing þeirra. Hafið sem umhverfi fyrir lífverur. Veðurfarssveiflur og áhrif þeirra á landi og í sjó. Uppruni og dreifing mengunarefna. Einnig verður farið sérstaklega yfir veðurfar á Íslandi og aðstæður og breytileika í hafinu í kringum Ísland.

Prerrequisitos

Resultados del aprendizaje

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:

  • Útskýrt grundvallaratriði í veðurfræði og haffræði,
  • gert grein fyrir almennri hringrás andrúmslofts og sjávar,
  • útskýrt einföld aflfræðileg líkön af vindum og straumum,
  • gert grein fyrir veðurfari og aðstæðum í hafinu kringum Ísland,
  • framkvæmt mælingar á sjó, unnið úr mæligögnum og túlkað niðurstöður þeirra.

Archivos/Documentos

Categorías CINE (ISCED)

Oceanografía física y química