Námskeiðslýsing:
Fjallað er um rannsóknarsnið, helstu gagnaöflunaraðferðir og tölfræði. Af eigindlegum og megindlegum aðferðum er fjallað um viðtöl, rýnihópa og þátttökuathuganir, tilraunir, spurningakannanir og notkun opinberra gagna í rannsóknum. Þá eru kenndir helstu þættir í lýsandi tölfræði, myndrænni framsetningu gagna og einfaldri framsetningu á niðurstöðum. Kynnt eru grunnatriði í ályktunartölfræði, líkindareikningi og einföld tölfræðipróf. Einnig er farið í grunnatriði aðhvarfsgreiningar. Kynnt er skráning gagna í gagnagrunna og grunnatriði í notkun tölfræðiforrita.
Prerequisites
Nauðsynleg undirstaða VIH0106100 Vinnulag í háskólanámi
Learning outcomes
Að loknu námskeiðinu skal nemandinn:
- hafa öðlast skilning á helstu gagnaöflunaraðferðum
- hafa öðlast skilning og færni í notkun helstu aðferða lýsandi tölfræði
- kunna skil á helstu megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
- hafa öðlast skilning og færni í notkun stikaðrar og óstikaðrar ályktunartölfræði
- geta reiknað ýmis marktæknipróf fyrir eina breytu og samband tveggja breyta,
- hafa öðlast grundvallarfærni í notkun forrita til skráningar og úrvinnslu á tölulegum gögnum.
Files/Documents
ISCED Categories
Statistics